Veturinn virðist vera kominn til að vera. Þegar ég skrifa þetta, í notalegu áhaldahúsi okkar, færir veturinn okkur nýjar áherslur í vinnu vallarstjóradeildarinnar. Áherslur sem snúa að endurgjöf frá síðasta tímabili og undirbúningi fyrir næsta tímabil 2025. Næringaráætlanir, uppbygging, frárennsliskerfi, að koma vökvunarkerfinu í vetrardvala, viðgerðir, geymsla á vélum, GEO vottun og byggingavinnu á vellinum. Þetta eru nokkur atriði sem við leggjum áherslu á í vetur.

Þetta er yndislegur árstími að vera hluti af liðinu og skipuleggja framhaldið fyrir árangursríkt 2025, og átta sig á allri þeirri vinnu sem við sett var í völlinn árið 2024.

Margir vita að við höfum misst kæran liðsmann úr okkar teymi, Óskar, vélvirkja okkar. Hans verður sárt saknað af öllum. Hann hefur skilið eftir ógleymanlega minningu hjá mörgum með sínu góða, jákvæða, “ekkert mál” viðhorfi og því að vera alltaf tilbúinn til að aðstoða.

Ég vil upplýsa félagsmenn um hversu mikilvægt starf vélvirkja er í vallarteyminu. Þetta er oft vanmetið og falið hlutverk í vinnu vallarteymisins.

Óskar tók að sér mörg verkefni. Vinna tæknimanns á vallarsviði er víðfemt. Við eigum tvær brýningarvélar sem við notum til að brýna allar sláttuvélarnar okkar. Þetta eru flatar-, teiga-, forflatir-, semi karga- og brautaslátturvélar. Vélarnar eru brýndar að meðaltali þrisvar sinnum á ári, sem gerir samtals 75 skipti yfir tímabilið. Það eru 75 botnblöð og 75 valsar sem þarf að  skerpa. Þetta er mikil vinna, hver sláttuvél hefur sína eiginleika. Þegar flatir eru slegnar í 4,5 mm hæð, þá mun minnsta villa í valsanum eða botnblöðunum koma fram á flötinni. Áhugi hans á að fræðast um öll smáatriðin varðandi slátt var vitnisburður um hæfni hans til að aðlagast öllum aðstæðum. Hann kom oft til mín til að stilla rúllur, sláttuferli, bursta, þrýsting hjóla og hraða sláttuvélarinnar og ótal önnur smáatriði sem gleymast oft hjá vallarstjórum og golfurum.

Óskar aðstoðaði við söndun flata, götun teiga, þverskurð flata og teiga, ásamt uppsetningu nýja Cirrus ICM kerfisins. Hann lét ekki sitt eftir liggja við pöntun varahluta og að finna lausnir á fjölmörgum vandamálum í áhaldahúsinu og á vellinum, og reyndist ómissandi við uppsetningu á Epos slátturóbótunum okkar. Við eyddum mörgum klukkutímum í að leysa vandamál saman og horfðum undrandi á hvernig róbótunum tókst að komast í eða út úr erfiðum aðstæðum.

Það mátti oft finna Óskar á gröfu sem var ein af hans ástríðum og aðstoðaði hann okkur við sléttun á þriðju brautinni og við mótun svæðisins fyrir ofan bílastæðið. Óskar gat gengið í nánast í öll verk.

Ég vil ljúka vallarstjórahorni mínu þennan mánuðinn með innilegu þakklæti til GKG samfélagsins. Meðlimir GKG hafa tekið einstaklega vel á móti mér og látið mig líða mjög velkomna.

Vallarteymið hefur undanfarna daga farið vel í gegnum viðhorfskönnunina og lesið allar athugasemdir ykkar um ástand vallarins. Ég vil hvetja alla til að gefa sér tíma á komandi árum og halda áfram að tjá skoðanir ykkar í könnuninni. Við höfum mikinn áhuga á ykkar athugasemdum og endurgjöf.

Vallarstjórateymið óskar ykkur öllum alls hins besta og hlökkum til að sjá ykkur í Klúbbhúsinu í vetur.

Kate Stillwell

Vallarstjóri GKG