VIÐAUKI E
ÚTHLUTUN FORGJAFARHÖGGA
Golfregla 33-4 áskilur að nefndin skuli "birta töflu sem sýnir á hvaða holum og í hvaða röð forgjafarhögg skuli gefin eða þegin" Til þess að tryggja samræmi meðal aðildarklúbba er mælt með því að úthlutunin sé á eftirfarandi hátt.
i. Það er mjög mikilvægt að forgjafarhöggin, fyrstu sem síðustu, dreifist á á allar 18 holurnar.
ii. Þetta næst best með því að úthluta höggum með oddatölu á erfiðari 9 holurnar, venjulega þann helminginn sem er lengri, og jöfnu tölunum á hinar 9.
iii. Fyrsta og annað forgjafarhögg ætti að veita nálægt hálfnuðum leik hvors 9 holu hluta og fyrstu sex höggin ættu ekki að veitast á samliggjandi holum í röðinni.
iv. 7. til 10. höggi ætti að úthluta þannig að leikmaður sem þiggur 10 forgjafarhögg njóti ekki þriggja forgjafarhögga á samliggjandi holum í röðinni.
v. Engu af fyrstu 8 höggunum ætti að úthluta á fyrstu eða síðustu holu, eða hjá klúbbum þar sem keppni kann að hefjast á 10. holu, á 9. eða 10. holu. Þetta fyrirbyggir að leikmaður njóti ósanngjarnra yfirburða á 19. holu þurfi bráðabana í keppni.
vi. Hamli ekki gildar ástæður ættu forgjafarhögg 9, 10, 11 og 12 að falla á holur 1, 9, 10 og 18, í þeirri röð sem best hæfir.
vii. Að fullnægðum framangreindum tilmælum ætti markmið við úthlutun forgjafarhögga að vera að velja mismunandi langar holur Fyrsta forgjafarhögginu mætti úthluta á PAR 5 holu, öðru högginu á langri PAR 4 holu, því þriðja á styttri PAR 4 og því fjórða á PAR 3.
Ekki er mælt með neinni sérstakri röð fyrir þetta val, markmiðið er að forgjafarhögg dreifist á mismunandi erfiðar holur. Slíkt val gefi meiri möguleika miðað við mismunandi forgjöf í holukeppni, Stableford og keppni við völlinn (PAR) en röð sem byggðist á lengd holu eða hve erfitt sé að leika hana á PAR.
Ath. 1: PAR er ekki mælikvarði á hve hola sé erfið. Langar PAR 3 og PAR 4 holur eru oft valdar til lægri forgjafarröðunar en PAR 5 holur vegna þess að það er auðveldara að leika PAR 5 holu á PAR en að leika langa PAR 4 holu á 4 höggum. En, langar PAR 3 og PAR 4 holur er oft erfitt að leika á PAR fyrir lágforgjafarkylfing en auðvelt kylfingi með aðeins hærri forgjöf að leika á höggi yfir PAR (skolla).
Hve erfið holan sé er aðeins einn margra þátta sem meta þarf við röðun forgjafarhögga.
Ath. 2: Við röðun forgjafarhögga ætti að hafa í huga að í óformlegri keppni er yfirleitt um lítinn forgjafarmun að ræða og jöfn deiling fyrstu forgjafarhögganna mjög mikilvæg.
*****
Ofangreindar leiðbeiningar eru til viðbótar því sem the Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews mælir með í "Guidance on running a competition".