Hátt í fimm hundruð konur á öllum aldri, byrjendur sem lengra komnar, áttu góðan dag á æfingasvæðum GKG í dag. Fengu þær góðar leiðbeiningar og kynningu á golfíþróttinni frá nemendum PGA golfkennaraskólans, en Stelpugolf er hluti af námi skólans. Hægt var að fara á mismunandi stöðvar, pútt, vipp, innáhögg. sveifla og spil á stutta velli. Auk þess var SNAG stöð og þraut þar sem hægt var að vinna til verðlauna.
Stelpugolf var í alla staði skipulagt og framkvæmt af nemendum 4. árgangs PGA golfkennaraskólans, sem eru: Adam Örn Stefánsson, Arnar Snær Hákonarson, Davíð Gunnlaugsson, Friðrik Gunnarsson, Guðmundur Smári Gunnarsson, Haukur Már Ólafsson, Helgi Anton Eiríksson, Helgi Dan Steinsson, Hlöðver Guðnason, Hulda Birna Baldursdóttir, Ingvar Jónsson, Snorri Páll Ólafsson, Victor Viktorsson.
Dagurinn heppnaðist frábærlega og er vonandi góð hvatning til kvenna til að leggja stund á golfíþróttina.