Vel heppnuð golfkynning fór fram í Kórnum í gær fyrir 9-11 ára. Um 20 krakkar mættu og alíka jafn margir aðstandendur. Það var því þröngt á þingi í golfaðstöðunni okkar en mjög góð stemmning og ekki var að sjá annað en að ungir sem eldri nutu sín vel. María Guðnadóttir, GKG félagi, íþróttakennari og SNAG leiðbeinandi, stjórnaði æfingunni af sinni alkunnu röggsemi og naut hún aðstoðar tveggja afrekskylfinga klúbbsins, þeirra Særósar og Egils, auk íþróttastjóra.
GKG er íþróttafélag með fjölskylduvæna stefnu og þetta var svo sannarlega skemmtileg æfing þar sem bæði krakkar og aðstandendur fóru í gegnum margvíslegar stöðvar, aðallega með SNAG kylfum, en einnig “alvöru” golfkylfum og kúlum.
Myndir frá æfingunni er hægt að skoða á facebook síðu GKG með því að smella hér.
Við gerum ráð fyrir að þessi viðburður verði annan hvern laugardagsmorgun í Kórnum fram á vor.