Verðlaun fyrir Floridana mótaröðina voru afhent í dag

Verðlaunaafhending fyrir Floridana mótaröðina 2020 fór fram fyrir stuttu, en vegna samkomutakmarkana höfum við ekki getað haft uppskeruhátíð eins og undanfarin ár. Það var gaman að geta þó kallað til þátttakendur og verðlaunahafa, en öllum var boðið á sérstaka æfingu á undan þar sem krakkarnir spreyttu sig við margvíslegar þrautir í stutta spilinu og hermunum.

Þátttakan í Floridana mótaröðinni var frábær á seinasta sumri, en 78 strákar og stelpur tóku þátt. Floridana mótin eru fyrsta skref í keppnisþátttöku og markmiðið fyrst og fremst að hafa gaman af því að spila völlinn, læra helstu golf- og siðareglur, og læra leikinn að spila golf.

Úrslit úr Floridana mótaröðinni 2020

 

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Hér er hægt að skoða heildarúrslit í Floridana mótaröðinni 2020.

Vonum að allir haldi áfram að vera dugleg að æfa, það styttist í vorið 🙂

 

 

 

 

 

 

Frá vinstri: Katrín Hörn, Una Björt, Sara Björk, Hanna Karen og Úlfar

Ingi Rafn og Kristinn

Bríet Eva og Ríkey Sif

 

Kjartan og Atli Berg

 

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top