Vetraræfingar GKG hefjast 6. nóvember í Kórnum og Íþróttamiðstöðinni samkvæmt æfingatöflum.

Sjá æfingatöflu og hópaskipan fyrir Kórinn hér (ath. tvær bls.).

Sjá æfingatöflu og hópaskipan fyrir Íþróttamiðstöðina hér (ath. tvær bls.).

Ef einhverjir hafa gleymt að skrá sig þá er að sjálfsögðu hægt að gera það enn með því að smella hér.
Æfingagjöld verða send í heimabanka í næstu viku. Vegna spurninga/ráðstafana æfingagjalda hafið samband við Guðrúnu á skrifstofutíma í síma 5707373 eða gudrun@gkg.is

Eftirfarandi er ágætt að hafa í huga:

  • Iðkendur koma með eigin kylfur.
  • Best er að koma á æfingar í fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í.
  • Íþróttaskór eru æskilegir. 
  • Golfskór/gaddaskór eru bannaðir af hreinlætisástæðum og til að vernda gervigraspúttflatirnar.

Viljum benda ykkur á facebook síðu barna- og unglingastarfsins. Endilega “læka” við síðuna til að geta fylgst enn betur með fréttum af starfinu.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur á æfingum!

Þjálfarar GKG