Vetrarnámskeiðin hjá Sigurpáli hefjast í nóvember – skráning hafin!

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Vetrarnámskeiðin hjá Sigurpáli hefjast í nóvember – skráning hafin!

Vetrarnámskeiðin hjá Sigurpáli hefjast í nóvember – skráning hafin!

Ágæti kylfingur. 

Sigurpáll Geir Sveinsson PGA kennari GKG býður hinum almenna kylfingi upp á námskeið í vetur líkt og síðastliðinn vetur, en þau námskeið vöktu mikla lukku og komust færri að en vildu. Þetta er frábær leið til að æfa golf í vetur, fá góðar leiðbeiningar og mæta síðan tilbúin(n) leiks næsta vor.

Námskeiðin hefjast annars vegar í viku 45 (6.-9. nóvember) og hins vegar í viku 46 (13.-16. nóvember) og standa fram á vorið. Farið verður yfir alla þætti golfsins ásamt fyrirlestrum sem munu nýtast kylfingum á öllum getustigum.

Hver hópur hittir Sigurpál aðra hverja viku. 

Hægt er að velja um hádegistíma kl. 12-13 eða frá kl. 17-21. 

Hér má skipulag námskeiðanna:

Verð er kr 39.900 á mann í alla tíma í Kórnum en kr. 54.900 í Íþróttamiðstöðinni þar sem notast verður við Trackman greiningartækin/golfherma í þeim tímum sem sveifluþjálfun fer fram.

Greiðsla fyrir námskeiðið skiptist í tvennt, sú fyrri við upphaf og seinni greiðsla í febrúar.

Kennsla, aðstaða og æfingaboltar eru innifalnir. Nánari upplýsingar gefur undirritaður.

Skráning fer fram með því að senda Sigurpáli póst á sigurpall@gkg.is. Takið fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn:
Kt.:
Netfang:
GSM
Skilaboð

Hlakka til að sjá þig!

Sigurpáll Geir Sveinsson
PGA golfkennari hjá GKG
sigurpall@gkg.is
8620118

 

By |09.10.2017|