Í samræmi við tölvupóst okkar 15.3 bætum við þeim upplýsingum hér á heimasíðuna okkar. Viljum við upplýsa okkar félagsmenn og aðra gesti um þær aðgerðir sem GKG hefur ráðist í til að tryggja öryggi okkar allra ásamt því að gera okkar besta í að tryggja sem minnstu sýkingarhættu og fyrirbyggja smit í æfingaaðstöðu okkar.
• Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur.
• Sprittbrúsi og klútar eru á opna svæðinu fyrir utan búningsherbergin á neðri hæðinni. Einnig er handspritt að finna í golfversluninni, á skrifstofu, í veitingasal, og í æfingaaðstöðu okkar í Kórnum. Við mælumst til þess að fólk spritti sig áður en leikur/æfingar hefjist og einnig á eftir.
• Þurrkað er af borðum og skjám með sótthreinsandi efni þrisvar sinnum á dag á golfhermasvæði.
• Starfsfólk GKG heilsar ykkur með brosi og veifar en sleppir handabandi og öðrum snertingum. Við mælumst til að fólk geri slíkt hið sama.

Sjá frekari leiðbeiningar hér frá landlækni.

Með bestu kveðjum,
starfsfólk GKG