Í gær fór fram innanfélagspúttmót í Kórnum og mættu um 30 hressir keppendur til leiks. Leiknir voru þrír hringir og töldu tveir bestu hringirnir.

Viktor Snær Ívarsson, ungur kylfingur úr keppnishópi GKG, sigraði á frábæru skori, 20 undir á tveimur hringjum! Viktor Snær var því krýndur púttmeistari GKG 2015.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. Viktor Snær Ívarsson -20

2. Ólafur Sigurðsson -18

3. Jóhann Ingibergsson -17

Einnig fór fram sérstök nándarkeppni í Foresight herminum okkar, en keppendur fengu þrjár tilraunir á 7. braut Belfry vallarins, þar sem teigurinn var staðsettur 110 metra frá holu. Þorsteinn Þórsson átti besta höggið, en hann endaði 3,32 m frá holu.

Keppendum þökkum við fyrir skemmtilega kvöldstund.

IMG_2367

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2369

IMG_2366