Dagana 10. og 19. júní fór fram vinkvennamót GKG og GO á Urriðavelli og Leirdalsvelli.

Fór svo að lokum að GKG konur höfðu sigur með 23 punktum.

Einstök úrslit má finna á myndinni hér að ofan.

Þær konur sem voru í efstu sætum fengu gjafabréf á vinavellina (GKG/GO), vínflöskur voru veittar fyrir nándarverðlaun og verðlaun fyrir besta skor var gjafabréf fyrir tvo á Leirdalsvöll.

Kvennanefnd GKG vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir þáttökuna!