Dagana 15. til 19. júlí fer fram fín tappa götun á flötum vallarins. Teknar verða 6 til 7 flatir á dag þangað til yfir líkur. Þetta er gert til að halda gæðum flatanna í hæsta gæðaflokki, það er von okkar að þetta komi til með að hafa eins lítil áhrif á leik kylfinga og hægt er. Þegar vinna fer fram á flötinni þá verður stöngin sett fyrir framan flötina og eru kylfingar beðnir um að leika að henni en ekki inn á viðkomandi flöt.
Með kveðju
Vallarstjóri