Ágætu félagar í GKG.

Fyrirhugað er að hafa tvo vinnudaga í ár. Þriðjudaginn 4. maí og miðvikudaginn 5. maí. Verður þessum tveim dögum verður skipt milli vallarhluta eða öllu heldur milli bæjarfélaga. Þann 4. maí verður unnið garðabæjar meginn og þann 5. maí verður unnið í kópavoginum. Félagar geta komið og hjálpað til við undirbúning sumarsins milli kl. 13:00 og 18:00. Ekki er ætlast til þess að félagar starfi allan tímann heldur leggi sitt að mörkum eins og hver og einn hefur getu til. Munu báðir dagarnir enda svo á hörku góðu grillpylsu partýi sem áætlað er að byrji kl. 19:00. Þeir sem leggja hönd á plóg munu hafa forgang við skráningu á opnunnardegi vallarins sem verður auglýstur síðar. Veðurspáin lofar nokkuð góðu eins og hún lítur út í dag og verður nóg af verkefnum að taka á þessa daga og hér að neðan má sjá verkefnalista sem ekki verður þó tæmandi en margar hendur vinna létt verk.

4.maí. Garðabær

  • Snyrta og hreinsa aðkomu og umhverfi skála. Beðin umhverfis bílaplan og púttflöt.
  • Tína alla bolta af æfingarsvæðinu og laga og slétta gervigras á svæðinu.
  • Tyrfa við nýja farveginn á 3. braut á leirdalsvelli.
  • Klára tyrfingu meðfram malbiki við skála
  • Yfirfara vallarsvæði og umhverfi þess með því að tína allt rusl.
  • Snyrta göngustíga með kantskurði og að hreinsa gróður úr þeim.

5.maí. Kópavogur

  • Ruslahreinsun, fara í allar tjarnir og í hlíðina og tína allt rusl sem hefur safnast þar í vetur.
  • Snyrta göngustíga með kantskurði og að hreinsa gróður úr þeim.
  • Lagfæringar umhverfis nýjan stíg sem er við 11.teig.
  • Hugsanlega gætu orðið minni tyrfingar á vellinum
  • Flutningur á furutrjám og gróðursettar aftur.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á þessum tveimur vinnudögum.
Með kærri kveðju, Guðmundur Árni Gunnarsson, Vallarstjóri