Vegna hrikalegrar veðurspár þá hefur VISA mótinu verið frestað frá morgundeginum og yfir á sunnudaginn. Rástímar allra haldast eins frá laugardeginum. Enn eru örfá laus pláss í mótið og er hægt að bóka sig með því að hringja í móttöku og rástímaskráningu GKG í síma 565-7373. Þar er einnig hægt að boða forföll og fá allar upplýsingar um mótið. Rástíma er líka hægt að skoða á golf.is í gegnum mótaskránna en athugið að einungis er skráð í mótið í gegnum síma.

ATH! VISAMÓTIÐ VERÐUR Á VÍFILSTAÐAVELLI SUNNUDAGINN 16.JÚLÍ !

Sjáumst í golfstuði á sunnudaginn!