Um síðustu helgi voru sveitakeppnir unglinga og eldri kylfinga haldnar víðsvegar um land. GKG átti margar sveitir sem stóðu sig vel.
Sveit 16-18 ára drengja stóð uppi sem sigurvegari á Hellishólum eftir úrslitaviðureign gegn Keili.
Sveit 16-18 ára stúlkna lék í Þorlákshöfn og náði þar bronsverðlaunum.
Sveit telpna 15 ára og yngri lenti í fjórða sæti og sveitir drengja 15 ára og yngri lentu í 5. og 6. sæti.
Kvennasveit GKG í sveitakeppni eldri kylfinga stóð sig einnig frábærlega.Sveitin lék á Flúðum og náði silfurverðlaunum, en þar stóð GR uppi sem sigurvegari eftir sigur í úrslitaviðureign gegn GKG.
Karlasveit GKG í sveitakeppni eldri kylfinga lék í 2. deild á Stykkishólmi og náði þar 2. sæti sem þýðir að þeir koma til með að leika í 1. deild að ári.
Heildarúrslit úr mótunum er hægt að sjá hér.
Við óskum sveitunum til hamingju með þennan góða árangur!