Keppt verður um Nettóbikarinn í GKG á Unglingamótaröð GSÍ

Nettómótið á Unglingamótaröð GSÍ fer fram í annað sinn hjá okkur í GKG 10.-12. júní 2021. 

Okkur hlakkar mikið til að taka á móti stjörnum framtíðarinnar og fylgjast með þeim glíma við Leirdalsvöllinn.

Skráningur lýkur þann 8. júní kl. 23.59. Keppt er í flokkum 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára […]

Verðlaun fyrir Floridana mótaröðina voru afhent í dag

Verðlaunaafhending fyrir Floridana mótaröðina 2020 fór fram fyrir stuttu, en vegna samkomutakmarkana höfum við ekki getað haft uppskeruhátíð eins og undanfarin ár. Það var gaman að geta þó kallað til þátttakendur og verðlaunahafa, en öllum var boðið á sérstaka æfingu á undan þar sem krakkarnir spreyttu sig […]

Viðurkenningar og verðlaun fyrir Kristals mótaröðina afhent í dag

Vegna samkomutakmarkana höfum við ekki getað haft uppskeruhátíð eins og undanfarin ár. En undanfarið hefur aðeins létt til í þeim efnum og var hægt að kalla til verðlaunahafa og veita viðurkenningar. Þetta var öllu lágstemmdara en áður, en góð stund að fagna saman góðum árangri. 

Eftirfarandi kylfingar hlutu viðurkenningar:

Mestu framfarir:
Tekið […]

Vetraræfingar hefjast 4. janúar – skráning hafin í Nóra

Heil og sæl

Nú er búið að opna fyrir skráningar á vetraræfingar GKG og er farið í gegnum skráningarkerfið í Nóra, sjá hér: https://gkg.felog.is/. Ef um sérstakar óskir er að ræða varðandi almenna hópa þá er gott að taka það fram í athugsemdareitnum í skráningarferlinu.

Ef nota á frístundastyrk […]

Hlynur stóð sig vel á Maridoe háskólamótinu

Landsliðskylfingurinn og klúbbmeistari GKG, Hlynur Bergsson, lauk keppni í gær á Maridoe Collegiate mótinu sem haldið var á Maridoe vellinum í Carrollton í Texas.

Mótið var gríðarlega sterkt en þarna léku fjórir sterkustu skólarnir samkvæmt stigalista NCAA háskólagolfsins (Pepperdine, Oklahoma, Texas Tech og Georgia Tech). Alls var 12 skólum boðið […]

Skráning hafin í Opna Ecco Minningarmót GKG

Opna Ecco Minningarmót GKG til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 29. ágúst . Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar, Ólafs E. Ólafssonar og Konný Hansen sem áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem […]

Hulda Clara og María Björk Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 14.-16. ágúst. Eftirfarandi eru úrslit úr öllum flokkum:

María Björk Pálsdóttir, GKG, og Kristófer Karl Karlsson, GM, eru Íslandsmeistarar 2020 í flokki 19-21 árs í holukeppni.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, eru Íslandsmeistarar í flokki 17-18 ára árið […]

GKG Íslandsmeistarar 12 ára og yngri!

Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Íslandsmót golfklúbba fyrir leikmenn 12 ára og yngri, lauk í dag á Sveinskotsvelli í Keili. Mótið fór fram dagana 14.-16. júlí og var leikið fyrsta daginn hjá GM í Bakkakoti og annan daginn hjá GKG í Mýrinni. GKG tefldi fram þremur sveitum í jafnmörgum deildum, þeirri […]

GKG með flotta fulltrúa í Íslandsmóti golfklúbba unglinga

Íslandsmót golfklúbba unglinga fer fram í flokkum 18 ára og yngri hjá GHR á Hellu og 15 ára og yngri hjá GL á Akranesi dagana 25.-27.júní.

GKG sendir alls 7 sveitir, samtals 42 unga kylfinga sem munu etja kappi gegn öðrum klúbbum, en alls taka 15 sveitir þátt í 18 ára og […]

Dagur Fannar, Breki og Helga sigruðu: Úrslit í fyrstu mótum Unglinga- og Áskorendamótaraðar GSÍ

Fyrsta mótinu á barna og unglingamótaröð GSÍ, Skechers mótinu, lauk í gær á Hlíðavelli. Alls tóku 140 börn og unglingar þátt í mótinu og léku listir sínar á Hlíðavelli yfir 3 keppnisdaga. Erfiðar og krefjandi aðstæður voru á fyrsta keppnisdegi en ágætis veður bæði á laugardag og sunnudag.  […]

Go to Top