Nú er komið að 6. hring af 10. í mánudagsmótaröðinni … bestu fjórir hringirnir telja þannig að ekki er of seint að hefja leik. Verðið er eingöngu 1.500 kr. og er innifalið í því þúsund króna úttekt hjá Sigga Vert. Það er því ekki of seint að taka þátt í þessu nýjasta móti félagsins.
Staðan efstu manna eftir fjóra fyrstu hringina (hringi 2-5 en 1. hringur féll niður vegna veðurs) er þessi ef miðað er við tvo bestu hringi þeirra sem hafa leikið tvisvar eða oftar:
Sæti | Kylfingur | Punktar |
1. | Óðinn Gunnarsson | 77 |
2. | Þorvaldur Sveinn Guðmundsson | 72 |
3.-5. | Ásgerður Þórey Gísladóttir | 71 |
3.-5. | Ellert Jónsson | 71 |
3.-5. | Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir | 71 |
6. | Sæmundur Melstað | 70 |
7.-9. | Atli Ágústsson | 69 |
7.-9. | Eyþór K Einarsson | 69 |
7.-9. | Gunnar Freyr Einarsson | 69 |
10.-11. | Jón Sigurvin Ólafsson | 68 |
10.-11. | Magnús Azevedo | 68 |
12. | Jón Ingi Gunnarsson | 67 |
13. | Ágúst Guðmundsson | 66 |
14.-15. | Eggert Ólafsson | 64 |
14.-15. | Már Guðmundsson | 64 |
Staða efstu manna eftir fjóra fyrstu hringina er jafnframt þessi ef miðað er við besta hring þeirra sem hafa tekið þátt fram að þessu:
Sæti | Kylfingur | Punktar |
1. | Ellert Jónsson | 43 |
2. | Jón Gunnarsson | 42 |
3.-4. | Óðinn Gunnarsson | 40 |
3.-4. | Örn Ottósson | 40 |
5.-7. | Gunnar Árnason | 39 |
5.-7. | Ríkharður Kristinsson | 39 |
5.-7. | Þorvaldur Sveinn Guðmundsson | 39 |
8. | Jón Ingi Gunnarsson | 37 |
9.-13. | Ásgerður Þórey Gísladóttir | 36 |
9.-13. | Eyþór K Einarsson | 36 |
9.-13. | Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir | 36 |
9.-13. | Jóhann Sigurður Ólafsson | 36 |
9.-13. | Sigþór Magnússon | 36 |
Allt getur gerst ennþá og einhver sem enn hefur ekki tekið þátt í þessu móti, gæti jafnvel unnið það. Drífum okkur því út á Leirdalsvöll á mánudag og tökum þátt!
Nánari upplýsingar um mótið eru hér: https://gkg.is/motahald/punktamot-gkg/
Skráning fer fram á golf.is.