Öldungasveit kvenna í GKG náði frábærum árangri um helgina í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór á Hellishólum. Dömurnar okkar lögðu sveit NK 3-2 í spennandi viðureign um 3. sætið!
Sveit Keilis lagði GR í úrslitum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Til hamingju Keilir.
Sveitina skipuðu eftirfarandi kylfingar:
María Guðnadóttir
Jónína Pálsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigríður Olgeirsdóttir
Elísabet Böðvarsdóttir
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir
Áslaug Sigurðardóttir
Baldvina Guðrún Snælaugsdóttir
Til hamingju með frábæran árangur!
Sjá hér niðurstöðuna úr leiknum um 3. sætið, en öll úrslit er að finna hér.