Kæru félagar.
Skráning á námskeið fyrir félagsmenn GKG hefur gengið mjög vel og hefur það áhrif á opnunartíma fyrir kylfinga sem vilja koma og æfa sig.
Æfingaaðstaðan er opin samkvæmt stundaskrá sem sést með því að smella hér. Taflan er birt með fyrirvara um breytingar.
Þetta sýnir hvað mikill áhugi er hjá félagsmönnum að njóta leiðsagnar og æfa sig, og hlökkum við því mikið til að fá þá viðbót sem nýja íþróttamiðstöðin mun verða fyrir æfingaaðstöðu félagsmanna.
Allir iðkendur bera sjálfir ábyrgð á því hversu snyrtileg aðstaðan í Kórnum er. Við viljum því minna á að hugsa vel um aðstöðuna okkar og ganga vel frá æfingaboltum og öðrum áhöldum eftir æfingar.
Athugið að golfskór með grófum tökkum eru ekki leyfðir (Street skór eru í lagi), af hreinlætisástæðum og til verndar gervigrasinu á púttflötunum.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk GKG