Í tengslum við opnun nýrrar Íþróttamiðstöðvar GKG, þá gátu gestir kynnt sér aðstöðuna og tekið þátt í skemmtilegum stöðvaþrautum, sem afrekskylfingar klúbbsins höfðu umsjón með. Þátttaka var gríðarlega góð, og hér fyrir neðan er hægt að skoða úrslitin í keppnunum.
Masters spurningaleikur
Spurt var:
Á hvaða velli er Masters haldið?
Svar: Augusta National
Hver vann Masters 2015?
Svar: Jordan Spieth
Sigurvegarinn er klæddur í jakka sem er hvernig á litinn?
Svar: Grænn
Hver hefur oftast unnið Masters?
Svar: Jack Nicklaus (6 sinnum)
Hvaða þrjár holur kallast Amen Corner?
Svar: 11 – 12 – 13
Hvað hefur Tiger Woods unnið Masters oft?
Svar: Fjórum sinnum
Rétt svör fóru pott og dregið var um vinningshafa, sem voru:
Karl Arnarson
María Björk Pálsdóttir
Sigríður Anna Kristinsdóttir
Ein klukkustund í Trackman golfhermi GKG hver vinningur.
Að auki var keppt í eftirfarandi þrautum:
Næstur holu á 7. braut á Pebble Beach, 90 metrar
Ragnheiður Bachman, 31 sm
Jóhann Unnsteinsson, 180 sm
Næstur holu á 11. braut á St. Andrews Old Course u.þ.b. 145 metrar
Kristín Eggertsdóttir, 24 metrar
Jóhann Ingi Bergsson, 4 metrar
Bjarki Stefánsson, 89 sentimetrar
Lengsta dræv á 18. á Bay Hill í E6 golfherminum
Kristín Eggertsdóttir, 125 metrar
Einar Þorsteinsson, 241 metri
Nákvæmasta teighöggið, mælt með Trackman Performance System greiningarbúnaðinum
Soffía Ákadóttir, 10 sm frá miðju!
Dagur Fannar Ólafsson, 40 sm frá miðju
Verðlaun í karla- og kvennaflokki: Ein klukkustund í Trackman golfhermi GKG.
Vipp af um 15 metra færi
Alllir fengu þrjár tilraunir. Einn flokkur, næst holu.
Fjórir kylfingar hittu í holu og var dregið um sigurvegarann, sem var:
Jón Eldon
Verðlaun ein klukkustund í Trackman golfhermi GKG.
Langt pútt af um 12 metra færi.
Alllir fengu þrjár tilraunir. Einn flokkur, næst holu.
Sjö kylfingar hittu í holu og var dregið um sigurvegarann, sem var:
Ólafur
Verðlaun ein klukkustund í Trackman golfhermi GKG.
Hægt er að vitja vinnings á skrifstofu GKG.
Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinninginn, sem vonandi mun nýtast vel. Við þökkum einnig þeim fjölmörgu sem komu um helgina og skoðuðu nýja félagsheimilið og æfingaaðstöðuna. Framtíðin er svo sannarlega björt fyrir GKG meðlimi!