Það var mikið líf og fjör í gær í Kringlunni en GKG var með stóran kynningarbás sem hluta af Golfveislu Kringlunnar og GSÍ.
IMG_4096

GKG kynnti Trackman golfhermana og þá þjónustu sem klúbburinn býður upp á. Aðalatriðið þó var að kynna golfíþróttina á skemmtilegan hátt og var haldin nándarkeppni í herminum þegar Kringlugestir gátu spreytt sig á 7. holunni á Pebble Beach, sem er 90 metra löng. Afrekskylfingur GKG sló fyrst eitt högg og síðan fengu þátttakendur tvær tilraunir til að komast nær holu. Ef það tókst var gefnar 3 æfingafötur á æfingasvæði GKG. Að auki voru veitt vegleg verðlaun fyrir þann kylfing sem hafnaði næst holu af öllum þátttakendum.

IMG_4126Einnig var haldin keppni um lengsta teighöggið á 18. holunni á St. Andrews. Afrekskylfingar úr GKG sýndu styrk sinn og höfnuðu í þremur efstu sætunum í karlaflokki, en Alfreð Brynjar Kristinsson sló lengst, 296 metra. Í öðru sæti var Kristófer Orri Þórðarson með 292 metra, og Ragnar Már Garðarsson hafnaði í þriðja sæti með 287 metra teighögg. Í kvennaflokki sló Ragnhildur Kristinsdóttir lengst, 228 metra. Í öðru sæti var Hrafnhildur Guðjónsdóttir með 213 metra og í þriðja sæti var Særós Eva Óskarsdóttir með 183 metra.

Kringlan, GKG, Zo On og Ecco veittu glæsileg verðlaun. Nánari upplýsingar um vinningshafa í öllum þrautum er á www.kringlan.is og skal vitja vinninga til Kringlunnar.

Annað árið í röð var haldið Íslandsmót í því að halda bolta á lofti, undir skemmtilegri stjórn Sigga Hlö. Benedikt Sveinsson og Kristófer Orri Þórðarson kepptu til úrslita sem lauk með sigri Kristófers.

Sjá myndir frá Golfveislunni hér.

IMG_4112