Hlutverk vallarnefndar:
- Fjallar um langtímaáætlun um meiriháttar viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbins sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal áætlunin lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
- Fjallar um árlega áætlun sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram um viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbsins og fjárfestingu í tækjabúnaði vélamiðstöðvar og fylgist með framgangi hennar.
- Fylgist með umhirðu á umráðasvæði klúbbsins og móta tillögur um úrbætur ef þörf krefur.
- Fylgist með starfsemi vélamiðstöðvar klúbbsins.
Helstu markmið nefndarinnar eru:
- Byggingum á umráðasvæði klúbbsins sé ávallt vel við haldið.
- Ástand golfvalla, æfingasvæða og annarra útisvæða kylfinga sé ávallt eins og best verður á kosið.
- Umhirða á umráðasvæði klúbbsins sé ávallt til fyrirmyndar.
Vallarstjóri starfar með vallarnefnd.
Vallarnefnd fyrir starfsárið 2024 skipa:
- Sigurður Kristinn Egilsson (Formaður)
- Einar Þorsteinsson
- Ragnheiður Stephensen
- Ragnar Már Garðarsson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Birgir Leifur Hafþórsson