Viljum minna á að sumaræfingarnar hjá okkur í GKG hefjast á mánudag n.k., 13. júní.

Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna og hópaskipan.

Mæting er ávallt við æfingasvæðið hjá skotpöllunum.

Æfingar eru þrisvar í viku, 1x púttæfing, 1x stutta spil (einnig spil á litla velli), 1x sveifluæfing. Að auki er opin spilæfing á föstudögum í Mýrinnni, sú fyrsta föstudaginn 24. júní. Mæting við skálann kl. 09:00, en nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Það verður nóg af skemmtilegu um að vera hjá okkur í sumar, m.a. Mix mótaröð fyrir byrjendur (fyrsta móitð 16. júní), og Kristal mótaröðin fyrir þau sem eru farin að lækka forgjöf (fyrsta mótið 15.júní).

Varðandi greiðslu þá sendir Guðrún æfingagjaldið í heimabanka, kr. 15.000 fyrir tímabilið 13.6-22.9.

Ef einhver hefur gleymt að skrá sig þá er enn hægt að komast að með því aðskrá sig hér.

Bestu kveðjur!
Þjálfarar GKG