Meistaramót GKG hefst í fyrramálið kl. 06:30 þegar öldungar karla verða ræstir út á Leirdalsvöllinnn. 310 kylfingar eru skráðir til leiks sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Fjöldi kvenna hefur aldrei verið meiri en samtals taka 74 konur þátt sem er 26% af þáttakendum og er fjölgunin á milli ára um 10%. Sú nýbreytni verður í ár að öldungasveitir keppa í höggleik með forgjöf auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir þann einstakling sem sigrar í höggleik án forgjafar.
Mótið stendur í 7 daga og endar með glæsilegum verðlaunakvöldverði í nýjum húsakynnum GKG.