Sumaræfingum lýkur núna á morgun, en æfingar halda þó áfram til 22. september. Ný æfingatafla tekur því gildi á mánudag, og hægt er að skoða töfluna með því að smella hér. Eins og sést þá er búið að sameina almennu hópana á einn tíma. Þeir krakkar sem greiddu æfingagjald fyrir sumarið þurfa ekki að greiða fyrir haustæfingarnar.

Mæting er við pallana á æfingasvæðinu og minnum á að klæða sig eftir veðri.

Meginmarkmið æfinganna á þessu tímabili er að halda áfram að stunda golfið, enda eru vellirnir og veðrið oft í mjög góðu lagi. Góð ástundun skapar betri árangur og ánægju!

Áhersla verður lögð á að spila sem mest, þá helst á litlu æfingavöllunum okkar, og jafnvel á Mýrinni ef aðstæður leyfa.

Vetraræfingar hefjast í fyrri hluta nóvember og verður vetraræfingataflan send út við fyrsta tækifæri, væntanlega fyrir mánaðarmót. Nauðsynlegt er að skrá sig sérstaklega á vetraræfingarnar í Kórnum/Íþróttamiðstöð GKG, og verða upplýsingar sendar út þegar æfingataflan er tilbúin.

Hlökkum til að sjá sem flesta mæta á æfingar eftir að skólar hefjast. Við munum síðan ljúka vertíðinni með uppskeruhátíð í byrjun október, en dagskráin verður auglýst þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,
Þjálfarar GKG