Nú voru fleygjárn að bætast við Maltby línuna okkar. 

Maltby MG Tour Grind fleygjárnin voru hönnuð með sköpunargáfu kylfingsins í huga. Sólinn á kylfunni er grannur en táin og hællinn ýkt upp sem gerir þetta fleygjárn að því fjölhæfasta sem Ralph Maltby hefur hannað.

Fleygjárnið hefur MG (Micro Grooves) sem gefa aukin spuna í styttri höggum og við flatirnar. DMB (Diamond Black Metal) áferðin er þunn húð sem er mun endingarbetri en hefðbundin nickel chrome áferð.

Ef þú leitar að stöðugu og fjölhæfu fleygjárni er Maltby MG Tour Grind svarið.

Hér er hægt að lesa meira um Ralph Maltby, einn fremsta kylfusmið heims.