Það voru 170 keppendur sem mættu til leiks í Bylgjan Open þetta árið. Mótið er með þeim hætti að spilað er í tvo daga og komast 72 áfram í gegnum niðurskurð og spila seinni daginn. Jathuporn Premvirut úr GKG sigraði mótið en hann spilaði á 39 punktum fyrri daginn og á 42 punktum seinni daginn. Hanna Bára Guðjónsdóttir GKG nældi sér í annað sætið með glæsilegum seinni hring en hún spilaði á 43 punktum og var á 80 punktum samtals. Marel Jóhann Baldvinsson GÁ var á sama punktafjölda en spilaði á 37 punktum seinni daginn og endaði því í þriðja sæti.

GKG þakkar Bylgjunni fyrir frábært mót sem og öllum þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt.

  • 1 sæti Jathuporn Premvirut GKG (39+42=81)
    • Icelandair – Flug f.2 til Evrópu
    • Nettó gjafakort 50.000
    • Orkan/Skeljungur 25.000
    • Mánaða áskrift af Stöð 2, Stöð 2 Sport og Golfstöðinni
  • 2 sæti Hanna Bára Guðjónsdóttir GKG (37 + 43 = 80)
    • Rekkjan Heilsurúm
    • Nettó gjafakort 50.000
    • Orkan/Skeljungur 25.000
    • Mánaðar áskrift af Stöð 2, Stöð 2 Sport og Golfstöðinni
  • 3 sæti Marel Jóhann Baldvinsson (43 + 37 = 80)
    • Samsung Galaxy 8+ (Tæknivörur)
    • Orkan/Skeljungur 25.000
    • Mánaðar áskrift að Stöð 2, Stöð 2 Sport og Golfstöðinni

Nándarverðlaun eru eftirfarandi

  • 17. hola – Haukur Ingólfsson (35 cm)
  • 13. hola – Ólafur Jónsson (4,5 m)
  • 11. hola – Hjörtur Ingþórsson (2,07 m)
  • 9. hola – Skorri Óskarsson (1,06 m)
  • 4 . hola – Marel Jóhann (1,08 m)
  • 2. hola – Leifur Kristjánsson (1,67 m)

Lengsta upphafshögg á 12 braut

  • Sigurður Fannar