Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fór fram víðsvegar um landið um þessa helgi. Fyrsta deild kvenna fór fram í Vestmannaeyjum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og voru það Keiliskonur sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Lið Keilis hafði betur gegn GKG í úrslitaleiknum, 3,5-1,5. Liðssveit Keilis var skipuð þeim Kristínu Sigurbergsdóttur, Helgu Gunnarsdóttur, Kristínu Pétursdóttur, Þórdísi Geirsdóttur, Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, Kristjönu Aradóttur, Huldu Soffíu Hermansdóttur, Margréti Sigmundsdóttur og Margréti Berg Theódórsdóttur.
Í leiknum um þriðja sætið léku GR konur gegn GÖ. GR hafði betur í þeirri viðureign 5-0.
Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í 1. deild eldri kvenna.
Lokaniðurstaða:
1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbbur Öndverðarness
5. Nesklúbburinn
6. Golfklúbburinn Oddur
7. Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Linda Arilíusdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Jónina Pálsdóttir, María Guðnadóttir; Ragnheiður Sigurðardóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Baldvina Snælaugsdóttir, Hanna Bára Guðjónsdóttir
Karlasveit GKG eldri kylfinga lék í Öndverðarnesi og höfnuðu í 4. sæti eftir viðureign um þriðja sætið við sveit GR.
Strax á fyrsta degi tryggði sveitin sér sæti í efri hlutanum og í lokaleik riðilsins lögðu þeir GM sem síðan varð Íslandsmeistari golfklúbba eftir mikla keppni. Okkar leikur í undanúrslitum var afar jafn, 4 leikir að 5 fóru á átjándu, en því miður töpuðust 3 af þeim. Bronsleikurinn var svo nokkuð erfiður á móti GR sem tóku þriðja sætið.
Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í 1. deild eldri karla.
Óskum þessum frábæru kylfingum til hamingju með frammistöðuna og fyrir að halda GKG merkinu á lofti með sóma!

Aftari röð f.v: Gunnar Árnason, Eyþór K. Einarsson, Guðlaugur Kristjánsson, Þorsteinn R. Þórsson, Gunnar Páll Þórisson, Helgi S. Ingason. Fremri röð f.v: Andrés I. Guðmundsson, Hlöðver Guðnason, Kolbeinn Kristinsson