Miðvikudaginn 13. sept. var síðasta mót sumarsins hjá GKG öldungum 65+
og í mótslok fór fram uppskeruhátíð með verðlaunaafhendingu fyrir mótaröðina.

Alls voru á vegum flokksins haldin sjö mót og má sjá úrslitin með því að smella hér

Höggleiksmeistari GKG öldunga 65+ 2017 varð Hjörvar O. Jensson með 180 stig.
Höggleiksmeistari hlaut glæsilegan farandbikar fyrir bestan árangur í höggleik yfir sumarið.

Að lokum var fjöldi vinninga dregnir úr skorkortum þeirra keppenda sem viðstaddir voru og fóru flestir heim með einhvern glaðning.

Bestu þakkir eru færðar öllum sem styrktu flokkinn með því að gefa verðlaun í útdráttinn. Jafnframt er starfsmönnum klúbbsins innandyra og utan þökkuð frábær þjónusta.

Þess skal getið hér og þakkað sérstaklega að einn félaginn Örn Ásmundsson gerði og gaf alla verðlaunagripina auk þess sem hann gaf farandgripinn sem keppt er um til höggleiksmeistara.
Lokahófið var fjölsótt og vel lukkað, enda margir makar keppenda í hópnum, maturin frábær sem vænta mátti og stemningin afar góð eins og verið hefur í allt sumar.

ÖLDUNGANEFND 65+