Æfingatímabili barna-, unglinga- og afreksstarfsins lauk fyrir helgi og gerðum við okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni. Í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins.
Viðurkenningarnar hlutu:
Mestu framfarir:
Guðmundur Snær Elíasson og Eva Fanney Matthíasdóttir
Efnilegust:
Arnar Daði Svavarsson og Helga Grímsdóttir
Kylfingar ársins:
Gunnlaugur Árni Sveinsson og Karen Lind Stefánsdóttir
Hér er hægt að sjá forsendur á bakvið hverja viðurkenningu og þau sem hafa hlotið þessi sæmdarheiti frá upphafi.
Uppskeruhátíðinni var tvískipti til að tryggja betur öryggi og sóttvarnir.
Sjá myndasafn hér fyrir uppskeruhátíð yngri sem var 18. nóv.
Sjá myndasafn hér fyrir uppskeruhátíð eldri, sem var 19. nóv.
Fyrir þau sem komust ekki að taka á móti verðlaunum sínum, þá er hægt að nálgast þau í afgreiðslunni á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar GKG.
Við þökkum öllum iðkendum og aðstandendum kærlega fyrir tímabilið og vonumst til að sjá sem flest mæta á æfingar á nýju tímabili sem hefst í byrjun janúar. Nauðsynlegt er að skrá á þá æfingar og verða sendar upplýsingar þegar opnað verður fyrir skráningar.