Um helgina lauk móti nr. 2 í púttmótaröð barna og unglinga GKG. Mótaröðin er opin öllum 18 ára og yngri sem eru í GKG. Þátttakan hefur verið mjög góð og á laugardaginn kepptu 48 krakkar. Hlynur Þór Haraldsson, þjálfari GKG sér um mótahaldið.
Næsta mót fer fram á nýju ári, laugardaginn 8. janúar kl 10-12 í Kórnum.
Úrslit eftir tvo hringi er hægt að sjá með því að smella hér.