Nú eru þjálfarar búnir að raða í hópa og allt til reiðu að hefja sumaræfingarnar barna og unglinga á mánudaginn 10. júní.
Hægt er að sjá nýja æfingatöflu og hópaskipan með því að smella hér. Tekið var tillit til óska um staðsetningu í hópum, en ef eitthvað er athugavert þá hafið samband við undirritaðan. Þar sem skráning var minni í ákveðna hópa en gert var ráð fyrir, þá féllu niður nokkrir hópar. Þar sem skráning var meiri var bætt við þjálfara.
Mæting:
Ef æfingar eru merktar “st. spil” eða “sveifla”, eða engin merking þá er mæting við æfingasvæðið.
Ef æfing er merkt “pútt” þá er mæting við púttflötina við skálann.
Varðandi greiðslu þá sendir Guðrún æfingagjaldið í heimabanka í næstu viku.
Á föstudögum verður opin spilæfing á litla vellinum vestan megin við æfingasvæðið (fyrir þau sem eru ekki byrjuð að spila á Mýrinni) og einnig á Mýrinni fyrir þau sem eru byrjuð að spila. Teknir verða frá rástímar frá 9.30 – 11:00 á Mýrina og þarf að skrá sig með því að hafa samband við golfverslun GKG 5657378, í seinasta lagi á miðvikudegi. Ekki þarf að skrá fyrir litla völlinn, heldur bara mæta. Fyrsta spilæfingin verður 14. júní og er þetta tilvalið til að auka spilagetuna og lækka forgjöfina.
Ef einhver hefur gleymt að skrá sig þá er enn hægt að komast að með því að skrá sig hér
Bestu kveðjur og gleðilegt sumar! Held að það sé loksins komið:)
f.h. hönd þjálfara.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG