Aðalfundur GKG 2025

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG mánudaginn 2. desember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Fimm aðilar gáfu kost á sér í fjögur laus sæti í stjórn. Einar Þorsteinsson, Ragnheiður Stephensen, Sigmundur Einar Másson, Sigurjón Sigurjónsson sóttust öll eftir endurkjöri. Auk þess bauð Þorsteinn Geirsson sig fram. Kosningu lauk þannig að stjórnin verður óbreytt á þessu starfsári, sjá hér.

Að venju var háttvísibikar GSÍ veittur þeim unga kylfingi sem þykir hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar árangur og framfarir, ástundun, metnað til að ná langt, félagsanda og ekki síst fyrirmynd annarra félagsmanna, ungra sem aldna hvað varðar háttvísi innan vallar sem utan. Háttvísisbikarinn 2024 hlaut Karen Lind Stefánsdóttir.

Karen Lind hefur undanfarin ár verið ein af okkar fremstu kylfingum síðustu ár. Karen varð klúbbmeistari GKG 2024. Karen er frábær fyrirmynd fyrir aðra kylfinga. Hefur mikinn metnað, er jákvæð og er leiðtogi í hóp. Karen hefur verið ein af leiðbeinendum okkar á golfleikjanámskeiðum GKG og sýnt þar frumkvæði og góða nærveru. Karen hefur verið dugleg að taka þá í mótum á GSÍ mótaröðinni ásamt því að taka þátt í mótum á Unglingamótaröð GSÍ.  
Núna í nóvember sl. skrifað Karen undir samning við University of St. Thomas í St. Paul, Minnesota og mun hefja þar nám 2025 og spila með liði skólans sem leikur efstu deild í NCAA í Bandaríkjunum.

Rekstur klúbbsins gekk vel og kemur það sér vel fyrir þær innviðafjárfestingar sem framundan eru, t.a.m. byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar vallarsviðs. 

Hægt er að skoða ársskýrslu klúbbsins fyrir árið 2024 hér.

Lagabreytingar voru lagðar fram og samþykktar, sjá hér.

Lögð fyrir fundinn voru félagsgjöld fyrir næsta ár en þau verða:

76 ára og eldri (10 ár samfleytt í GKG): 82.500 kr
70 ára og eldri: 130.800 kr
26-69 ára: 165.000 kr
19-25 ára: 82.500 kr

Miðað er við fæðingarár vegna aldursflokkunar.

Fundurinn var sýndur beint á facebook síðu GKG. Hægt er að horfa á upptökuna hér.

Farið var yfir viðhorfskönnunina sem 534 einstaklingar tóku þátt í, en hægt er að kynna sér niðurstöður hér.

Aðgengi að völlunum okkar er það mál sem er hvað mest aðkallandi að leysa. Á fundinum voru kynntar breytingar sem verða innleiddar á næsta tímabili. 

Rástímakerfið

  • Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað
  • Fjöldinn í klúbbnum er í efri mörkum en skýrir ekki þessa miklu breytingu
  • Breytt hegðun hefur mest áhrif, sama þróun hjá öllum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu
  • Kl. 21:01 eru nánast allir “prime time” tímar farnir á báðum völlum, 10 mínútum síðar er dagurinn nánast upp bókaður
  • Mikið hamstur á sér stað og einstaka félagsmenn hanga á rástímum með allskyns breytingum í fjögurra daga glugganum

Fyrirhugaðar breytingar

  • Biðlisti um aðild í klúbbnum verður í alla aldursflokka nema börn- og unglinga
  • Fækkað verður um 50 félaga á milli ára
  • Fækkum mótum
  • Opnað verður fyrir rástímaskráningar út sumarið
  • Hver félagi hefur ákveðinn fjölda af “tókenum” sem spilað er úr þegar bókaður er rástími
  • Félaginn fær tókenið til baka þegar hann hefur spilað rástímann eða afskráir sig
  • Byrjum á fjórum tókenum, stefnum að því að fjölga upp í sex
  • Fylgjumst með hamstri
  • Ef það heldur áfram þá þarf að grípa til frekari aðgerða

Breytingar þessar verða kynntar ítrekað og í þaula þegar nær dregur vori.

 

Stjórn og starfsfólk GKG þakkar kærlega fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að njóta næsta golfsumars enn betur.

 

 

By |03.12.2024|Categories: Fréttir, Fréttir almennt|

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top