Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Agnar tekur við starfinu af Valgeiri Tómassyni sem tók við starfinu tímabundið eftir fráfall þáverandi framkvæmdastjóra Ólafs E. Ólafssonar. Valgeir heldur nú utan til áframhaldandi náms.
Agnar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum hann var forstjóri Opinna kerfa og starfandi stjórnarformaður hjá Exton ehf. Þá hefur Agnar gegnt framkvæmdastjórastöðu PGA á Íslandi undanfarin fjögur ár og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja.
Agnar lauk BS prófi í tölvunarfræðum frá HÍ 1994. Hann er giftur Soffíu Dóru Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn Eiríku Steinunni 19 ára, Sigurð Andra 13 ára og Önnu Kristínu 11 ára.
Mikið uppbyggingartímabil er nú framundan hjá GKG, stefnt er að því að byggja nýtt klúbbhús, vélageymslu og æfingasvæði á næstu fimm árum. Samhliða því verður áfram unnið að því að efla barna- og unglingastarfið, afrekstarfið og þjónustu við hinn almenna kylfing.
Agnar hefur störf þann 7. ágúst næstkomandi