Það var landsliðsmaðurinn, ræsirinn, afinn og öðlingurinn hann Atli Ágústsson sem hlýtur nafnbótina Punktamótsmeistari GKG 2017. Atli er búinn að spila flott golf í sumar sem meðal annars skilaði honum í landslið 70 ára og eldri. Atli spilaði á 38, 43 og 37 punktum eða samtals 118 punktum. Fjórum punktum á eftir Atla var Punktameistari tveggja síðustu ára hann Óðinn Gunnarsson á 114 punktum og í þriðja sæti var Ríkharður Kristinsson á 112 punktum.

Lokastöðuna má finna með því að smella hér: Lokastaða 2017

Stefnt er að því að hafa verðlaunaafhendingu á sama tíma og verðlaunaafhending öldunga fer fram.