Sveitakeppni unglinga 2006 – Liðskipan
Búið er að raða niður í keppnissveitir unglinga fyrir sveitakeppnina 2006 sem fer fram 18.-20. ágúst n.k. Yngri hóparnir verða á Akureyri og eldri hóparnir í Vestmannaeyjum. Fundur með foreldrum og öllum sveitum verður haldinn í golfskála GKG þann 14. ágúst kl 18:30. Smellið á "Nánar..." til þess að skoða liðskipanina.
14-15 ára flokkarnir hafa lokið leik á Akranesi. Eygló Myrra sigraði stúlknaflokkinn mjög örugglega, spilaði samtals á 254 höggum og endaði með 7 högga forystu á Berglindi Björnsdóttur úr GR sem varð í öðru sæti. Við óskum Eygló Myrru innilega til hamingju með þennan […]
Fyrsti hringurinn á Íslandsmóti unglinga í holukeppni var spilaður í gær. Spilaður var höggleikur til þess að fækka keppendum niður í 16 í hverjum flokki. Ingunn Gunnarsdóttir spilaði frábært golf, varð efst í sínum flokki (16-18 ára stúlkur) á 72 höggum og fékk fyrir það […]
Eygló Myrra sigraði í dag meistarflokk kvenna á meistaramóti GKG og er þar með klúbbmeistari GKG 2006. Hún spilaði hringina 4 á samtals 330 höggum og vann Maríu Málfríði Guðnadóttur með 4 höggum en María vann í fyrra. Ingunn Gunnarsdóttir varð í þríðja sæti á […]
Hið árlega Iceland Express mót var haldið á Vífilsstaðavelli í dag. Jórunn Pála Jónasdóttir gerði sér lítið fyrir og vann punktamótið með yfirburðum á 47 punktum. Aðalsteinn Einar Stefánsson úr GK varð í öðru sæti með 42 punkta og síðan kom Erna Valdís Ívarsdóttir með […]