Hvíta lið GKG varð Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri
Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri lauk um helgina í GKG á Mýrinni. Mótið fór fram dagana 19.-21. júní og var fyrsti dagurinn spilaður í Korpunni hjá GR, dagur tvö á Bakkakoti hjá GM og loks úrslitadagurinn hjá okkur í GKG.