Púttmótaröð barna og unglinga lauk í gær

Það var metþátttaka í gær en tæplega 50 krakkar mættu til að taka lokahringinn í púttmótaröðinni, auk þess að reyna sig á öðrum þrautum. Strax í kjölfarið var verðlaunaafhending fyrir besta árangurinn í vetur og pizzaveisla.

Verðlaunahafar voru eftirfarandi, en heildarúrslit er hægt að skoða hér.

12 ára og yngri stelpur […]

Skráning hafin á sumaræfingar GKG

Sæl og blessuð.

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast 13. júní.  Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG og fylla út skráningarformið.

Allar upplýsingar, s.s. æfingatöflu, skipulag og markmið æfinga, og skráningarform er að finna […]

Úrslit í næst seinasta púttmóti vetrarins

Áttunda og næst seinasta púttmót barna og unglinga lauk í gær í Íþróttamiðstöðinni og tóku 23 krakkar þátt í þetta sinn. Greinilegt er á skorum að nýja púttflötin er talsvert erfiðari en sú í Kórnum, enda mun meira landslag. Það er þó ljóst að þessi flöt mun hjálpa kylfingum að ná […]

Sjöunda púttmót vetrarins fór fram í nýrri Íþróttamiðstöð GKG

Sjöunda púttmóti barna og unglinga lauk um helgina, og fór það fram í nýrri Íþróttamiðstöð GKG. Greinilegt var að krakkarnir voru spenntir fyrir því að reyna við nýju flötina, enda var metþátttaka. Alls púttuðu 42 ungir kylfingar. Meira landslag er í nýju flötinni og brautirnar lengri en oftast í Kórnum, og […]

Kristófer, Sigurður og Flosi kepptu á Innisbrook um páskana

Kristófer Orri Þórðarson, Sigurður Arnar Garðarsson, og Flosi Valgeir Jakobsson, allir úr GKG, kepptu um páskana á sterku unglingamóti á hinum fræga Innisbrook Golf Resort, þar sem PGA mótaröðin heldur Valspar mótið.

Kristófer og Sigurður, sem eru báðir í landsliðshópi GSÍ, kepptu á Innisbrook Island vellinum, sem er um 6500 metra […]

GKG iðkendur og aðstandendur komin heim úr æfingaferð

GKG iðkendur og aðstandendur þeirra eru komin heim úr velheppnaðri æfingaferð til Morgado í Portúgal þar sem hópurinn æfði og lék golf við frábærar aðstæður yfir páskana. Hópurinn hefur aldrei verið jafn stór, en alls tóku 100 manns þátt í ferðinni, 44 iðkendur, 4 þjálfarar, og 52 aðstandendur.

Ferðin er farin […]

Eva María fór holu í höggi í æfingaferð GKG!

12903784_10206110723667469_767177708_oEva María Gestsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í æfingaferð GKG á Morgado – Alamos vellinum í Portúgal. Eva náði draumahögginu á 3. holu og notaði hún 5-járn. Um var að ræða svokallað “basket” högg, […]

Sigurður sigraði á USKids móti í Flórída

Sigurður Arnar Garðarsson sigraði á USKids móti sem fór fram fyrir stuttu. Sigurður lék á 77 höggum.

Flosi Valgeir Jakobsson, einnig í GKG, lék sömuleiðis í mótinu og tryggði sér annað sætið, var á 84 höggum.

Sjá myndir hér.

Frábær árangur hjá okkar mönnum og óskum við þeim innilega til hamingju með […]

Kristófer Orri í öðru sæti í Flórída

Kristófer Orri Þórðarson, afrekskylfingur úr GKG, hafnaði í öðru sæti á unglingamóti sem fram fór á Saddlebrook vellinum rétt fyrir utan Tampa í Flórída. Kristófer lék hringina tvo í mótinu á 70 og 75 höggum, og deildi hann efsta sætinu með tveimur öðrum. Skera þurfti úr um úrslitin í bráðabana […]

Keppnishópar GKG í æfingaferð í Portúgal

IMG_3713Stór hópur keppniskylfinga úr GKG hélt til Morgado Golf Resort í Portúgal 19. mars og dvelur þar við æfingar og leik fram yfir páska. Alls eru 100 aðilar í ferðinni, þar af 44 kylfingar úr keppnishópum klúbbsins í ferðinni, […]

Go to Top