GKG-ingurinn Ágústa Guðmundsdóttir á orðið

Það styttist heldur betur í sumarið okkar og aldeilis við hæfi að einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar gefi okkur tóninn inn golfævintýrin framundan. Við erum að tala um afrekskylfinginn og Kópavogsbúann glaðværa Ágústu Guðmundsdóttur sem lumar á góðum ráðum handa ungu kylfingunum okkar og er bara dásamleg fyrirmynd […]

Hvað segir GKG-ingurinn Róbert Leó?

GKG-ingurinn Róbert Leó Arnórsson er 19 ára gamall Kópavogsbúi með +0,8 í forgjöf. Það var pabbi hans, Total maðurinn góði Arnór Gunnarsson, sem kynnti soninn fyrir golfinu og Róbert Leó hefur alltaf verið með golfkylfu í höndunum bara síðan hann man eftir sér. Hann á hvorki meira né minna en tvær […]

Styrktarmót fyrir Gulla, Aron Snæ og Kristófer

Þrír af okkar fremstu afrekskylfingum standa fyrir 9 holu hermamóti til styrktar vegferðar þeirra í atvinnu- og áhugmannamótum sem framundan eru í sumar.

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að […]

Hvað segir GKG-ingurinn Ragnheiður Stephensen?

Ragga Steph, eins og við GKG-ingar köllum þessa flottu fyrrverandi afrekskonu í boltaíþróttum, leitast við að spila sem flesta golfvelli í nágrenni höfuðborgasvæðisins yfir sumartímann, en eins og hún segir sjálf, þá er heima alltaf best og í GKG á Ragga svo sannarlega heima. Í klúbbnum er hún ekki einungis […]

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 30. nóvember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Tveir aðilar gáfu kost á sér í laus sæti í stjórn. Sigríður Olgeirsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson koma ný inn í stjórn GKG.  Fráfarandi stjórnamenn eru þau Ásta Kristín Valgarðsdóttir og Einar Gunnar Guðmundsson sem […]

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Nú fer af stað ný mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann. Við vonumst til að kylfingar fjölmenni í mótin, hafi gaman af því að keppa og bera sig saman við aðra í sínum aldursflokki.

Mótaröðin er samstarfsverkefni golfklúbba þar sem þeir […]

Vantar þig kvittun fyrir félagsgjaldinu? Sjá leiðbeiningar.

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GKG.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á https://xpsclubs.is/gkg/registration og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  3. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og […]

Hvað segir GKG-ingurinn Marinó Már?

GKG-ingurinn Marinó Már Magnússon býr í Garðabæ, elskar Pepsi max og golf, er enda með 5,3 í forgjöf og komst alveg niður í 1,9 þegar hann var sem duglegastur að æfa. Þessi golfsnillingur er ekkert síðri með myndavélina en hann er annar þeirra ljósmyndara sem eiga heiðurinn af öllu flottu […]

Lokaúrslit í Liðakeppni GKG, Holukeppni og VITA mánudags

Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda „opið“ innanfélagsmót, Lokamótið“.  

Vegna leiðindaveðurs var lokamótinu sjálfu aflýst en úrslitin réðust í Liðakeppni GKG þegar Öldungarnir og Skotturnar létu vaða í óveðrinu og léku til þrautar. […]

Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG!

Meistaramót GKG í ár var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.

Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja […]

Go to Top