Slide

Frá Kate vallarstjóra: samantekt júlímánaðar

Heil og sæl kæru GKG félagar
(fyrir neðan er hægt að lesa enskan texta frá Kate)

Veðrið í júlí hefur verið jákvætt gagnvart vexti og endurheimt grassins á völlunum okkar. Vallarteymið hefur staðið sig vel á þessum annasama tíma en mörg viðfangsmikil verkefni hafa verið framkvæmd, s.s. Meistaramótið og nokkur mót með […]

Hulda Clara og Aron Snær tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana!

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana í golfi 2024 í gær! Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. 

Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum […]

Úrslit Meistaramótsins í 5., 4., 3. flokki, 15-16 ára og öldungaflokkum

Meistaramóti GKG í flokkum 50 og 65 ára og eldri, 5. fl. karla, 4. fl. karla og kvenna, 3. fl. kvenna, 15-16 ára pilta og stúlkna lauk í gær í veðurblíðu sem verður í minnum höfð 🙂

Myndum frá mótinu er safnað saman hér.

Úrslit […]

Meistaramót á U 14 Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót U14 á Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót GKG í unglingaflokkum hófst á Mýrinni og í Leirdalnum á sunnudaginn var. Samtals tóku 60 börn og unglingar þátt í þessum flokkum en þar af voru 48 á Mýrinni og 12 á Leirdalsvelli.

Keppt er […]

Lilja og Helga Niðjamótsmeistarar 2024

Niðjamót GKG er eitt allra skemmtilegasta mótið ár hvert. Mótið er lýsandi dæmi yfir það hvað golf er stórkostleg fjölskylduíþrótt þar sem ættliðir geta spilað og keppt í sama leiknum og átt gæðastund saman. Ekki skemmdi fyrir að sól og hiti lék við keppendur á einum besta […]

Frá vallarstjóra GKG, Kate Stillwell

Við báðum nýja vallarstjórann okkar um að segja okkur frá því sem unnið hefur verið að á vellinum undanfarið og hvers er að vænta á næstunni. 

Neðar er hægt að sjá viðtalið á hennar tungumáli, enskunni.

Kæru GKG-ingar!

Sem nýr vallarstjóri okkar  GKG-inga langar mig til að kynna mig formlega og vallarteymið okkar.

Hvaðan […]

Tveir Íslandsmeistaratitlar til GKG!

Íslandsmót golfklúbba 2024 lauk á föstudag og var leikið í flokkum U14 á Hellu, og U16 ásamt U18 á Akureyri. 

GKG sveitir náðu frábærum árangri og skiluðu tveimur Íslandsmeistaratitlum, í flokkum U16 drengja og U18 pilta.

Til hamingju með glæsilegan árangur!

GKG Íslandsmeistarar […]

Pamela Ósk og Guðjón Frans Nettómeistarar!

Nettó unglingamótinu sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ lauk í dag en það fór fram á Leirdalsvelli 6.-8. júní. 

Alls tóku 140 keppendur þátt í mótinu sem haldið var í fjórða sinn hjá GKG.

Leikið var í flokkum pilta og stúlkna 14 ára og yngri og 15-18 ára. 

Eldri keppnishópurinn […]

Hola í höggi hjá kylfingum í byrjun sumars!

Sumir kylfingar koma vel undan vetri og með heppnina í fararbroddi í byrjun sumars!

Þrír kylfingar hafa þegar farið holu í höggi á völlum GKG!

Fyrstur til að ná draumahögginu var Guðmundur Bernhard Jóhannsson, sem afrekaði þetta strax á opnunardeginum á Mýrinni 8. maí!

Guðmundur var á 9. holu og mældi 125 metra […]

Úrslit í Opnunarmóti GKG 2024 í boði Bola

Opnunarmót okkar GKG-inga var haldið með með glæsibrag í fínasta vorveðri í dag. Mótið markaði einnig opnun Leirdalsvallar og um leið upphaf golfvertíðarinnar.

Það er alltaf stemning hjá okkur þegar fyrsta innanfélagsmótið er haldið. Fyrir utan það að hitta allt félagsfólkið þá er […]

Go to Top