Slide

Hulda Clara tryggði sér sigur í háskólamóti!

Afrekskylfingar GKG halda áfram að slá í gegn í orðsins fyllstu merkingu! Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi 2021, sigraði á sínu fyrsta háskólamóti s.l. þriðjudag á á Firekeeper golfvellinum í Mayetta, Kansas. Þetta mót er svo kallað Conference mót og er eitt af lykilmótum hvers árs. […]

Frábær árangur á Sand Valley mótaseríunni í Póllandi

Sex af okkar allra fremstu afrekskylfingum í GKG luku í dag þriðja mótinu í röð sem haldin voru á Sand Valley vellinum í Póllandi. Mótin eru hluti af Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni sem er í þriðja styrkleikflokki mótaraða í Evrópu.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson, Kristófer […]

Aron Snær þriðji á Nordic Golf League í Póllandi

GKG-ingurinn Aron Snær Júlíusson náði flottum árangri og endaði í 3. sæti á 12 höggum undir pari vallar samtals. Hann lék hringina þrjá á 204 höggum (67-69-68). Aron Snær er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki og hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Alls tóku sjö […]

GKG-ingurinn Ágústa Guðmundsdóttir á orðið

Það styttist heldur betur í sumarið okkar og aldeilis við hæfi að einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar gefi okkur tóninn inn golfævintýrin framundan. Við erum að tala um afrekskylfinginn og Kópavogsbúann glaðværa Ágústu Guðmundsdóttur sem lumar á góðum ráðum handa ungu kylfingunum okkar og er bara dásamleg fyrirmynd […]

Hvað segir GKG-ingurinn Róbert Leó?

GKG-ingurinn Róbert Leó Arnórsson er 19 ára gamall Kópavogsbúi með +0,8 í forgjöf. Það var pabbi hans, Total maðurinn góði Arnór Gunnarsson, sem kynnti soninn fyrir golfinu og Róbert Leó hefur alltaf verið með golfkylfu í höndunum bara síðan hann man eftir sér. Hann á hvorki meira né minna en tvær […]

Styrktarmót fyrir Gulla, Aron Snæ og Kristófer

Þrír af okkar fremstu afrekskylfingum standa fyrir 9 holu hermamóti til styrktar vegferðar þeirra í atvinnu- og áhugmannamótum sem framundan eru í sumar.

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að […]

Benjamín Snær í öðru sæti á Global Junior mótinu á Spáni

Það er gaman að fylgjast með ungu efnilegu kylfingunum okkar sem hafa verið dugleg að taka þatt í mótum erlendis að undanförnu.

Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason tóku þátt í móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem lauk 11. janúar. Þeir kepptu í […]

Hvað segir GKG-ingurinn Ragnheiður Stephensen?

Ragga Steph, eins og við GKG-ingar köllum þessa flottu fyrrverandi afrekskonu í boltaíþróttum, leitast við að spila sem flesta golfvelli í nágrenni höfuðborgasvæðisins yfir sumartímann, en eins og hún segir sjálf, þá er heima alltaf best og í GKG á Ragga svo sannarlega heima. Í klúbbnum er hún ekki einungis […]

Fjórir ungir kylfingar úr GKG kepptu á Global Junior móti á Spáni – Arnar Daði í þriðja sæti

Fjórir ungir og efnilegir kylfingar úr GKG  tóku nýverið þátt á móti á Global Junior Golf mótaröðinni. Mótið fór á Flamingos Golf vellinum á Villa Padierna á Malaga á Spáni.

Kylfingarnir sem tóku þátt voru Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason en þeir æfa […]

Go to Top