Slide

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 30. nóvember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Tveir aðilar gáfu kost á sér í laus sæti í stjórn. Sigríður Olgeirsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson koma ný inn í stjórn GKG.  Fráfarandi stjórnamenn eru þau Ásta Kristín Valgarðsdóttir og Einar Gunnar Guðmundsson sem […]

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Nú fer af stað ný mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann. Við vonumst til að kylfingar fjölmenni í mótin, hafi gaman af því að keppa og bera sig saman við aðra í sínum aldursflokki.

Mótaröðin er samstarfsverkefni golfklúbba þar sem þeir […]

Vantar þig kvittun fyrir félagsgjaldinu? Sjá leiðbeiningar.

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GKG.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á https://xpsclubs.is/gkg/registration og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  3. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og […]

Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2023

Aðalfundur GKG verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember kl 20:00.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

  • Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  • […]

By |16.11.2023|Categories: Fréttir|

Ungir afrekskylfingar GKG að gera góða hluti í erlendum mótum!

Það er gaman að fylgjast með okkar ungu afrekskylfingum í keppnum erlendis.

Guðjón Frans Halldórsson, Íslandsmeistari 15-16 ára, keppti nýverið á tveimur mótum sem eru hluti af Global Junior mótaröðinni, en bæði mótin voru haldin á Ítalíu. Guðjón Frans hreppti 2. sætið í báðum mótum, í seinna mótinu aðeins einu höggi […]

Hvað segir GKG-ingurinn Marinó Már?

GKG-ingurinn Marinó Már Magnússon býr í Garðabæ, elskar Pepsi max og golf, er enda með 5,3 í forgjöf og komst alveg niður í 1,9 þegar hann var sem duglegastur að æfa. Þessi golfsnillingur er ekkert síðri með myndavélina en hann er annar þeirra ljósmyndara sem eiga heiðurinn af öllu flottu […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram í gær og var fullt hús og mikil stemning. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og framúrskarandi árangur á tímabilinu. Pizzuveisla var í boði fyrir iðkendur.

Met var sett á árinu […]

Metár hjá GKG hvað varðar Íslandsmeistaratitla!

Það er óhætt að segja að nýliðið keppnistímabil hafi verið einstaklega gjöfult hvað varðar árangur okkar afrekskylfinga, en alls komu 14 stórir titlar á land!

Svona árangur gerist ekki af sjálfu sér og má nefna nokkra þætti sem skipta veigamestu máli, s.s.:

  • Áhugi, ástundun og metnaður kylfinganna sjálfra.
  • Markvisst barna-, unglinga- […]

Lokaúrslit í Liðakeppni GKG, Holukeppni og VITA mánudags

Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda „opið“ innanfélagsmót, Lokamótið“.  

Vegna leiðindaveðurs var lokamótinu sjálfu aflýst en úrslitin réðust í Liðakeppni GKG þegar Öldungarnir og Skotturnar létu vaða í óveðrinu og léku til þrautar. […]

Sara og Tómas tryggðu sér Nettóbikarana!

Nettó mótið sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 1.-3. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram 8.-10. júní en var frestað þar sem sumarið kom afskaplega seint í bæinn.

Alls tóku 120 keppendur þátt sem var haldið í fjórða sinn […]

Go to Top