Slide

Úrslit í Nettó Áskorendamótinu

Nettó Áskorendamótinu lauk í gær þar 61 keppandi spiluðu 9 holur á Mýrinni í blíðskaparveðri. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð GSÍ þar sem lagt er upp með að keppendur læri leikinn og hafi gaman af því að spila en mótaröðin er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangur fyrir unga kylfinga […]

Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG!

Meistaramót GKG í ár var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.

Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja […]

Arnar Daði og Elísabet Sunna með forystuna í Meistaraflokkum

Meistaramót GKG í Meistaraflokkum er nú hálfnað og ungu kylfingarnir eru heldur betur að koma sterk inn og velgja þeim “gömlu” undir uggum.

Arnar Daði Svavarsson, sem verður 14 ára á sunnudaginn leiðir í Meistaraflokki karla eftir tvo frábæra hringi á 70 og 71 höggi, einu höggi undir pari. Á hælum […]

Úrslit í barna- og unglingaflokkum í Meistaramóti GKG 2023

Keppni lauk í dag þriðjudag í barna- og unglingaflokkum í Meistaramóti GKG. 

Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru virkilega til sóma á vellinum og sýna miklar framfarir í sumar. 

Skemmtileg nýjung var á lokadeginum þegar Simmi formaður íþróttanefndar kynnti kylfinga sérstaklega til leiks í hátalarakerfi 😉

Lokahóf var haldið […]

Meistaramót GKG í barna- og unglingaflokkum

Meistaramót GKG í barna-  og unglingaflokkum hófst í dag kl. 09:00 og voru það þeir Emil Máni Lúðvíksson og Helgi Freyr Davíðsson í U12 flokknum sem slógu fyrstu höggin. Í U12 telpnaflokki fóru þær fyrstar af stað Sara Björk Brynjólfsdóttir og Hanna Karen Ríkharðsdóttir. 

Mótinu lýkur á þriðjudag. 

Staðan […]

Meistaramót GKG 2023 hafið!

Meistaramót GKG hófst í morgun þegar fyrsta holl var ræst út kl. 7:30. Það voru höfðingjar í flokki 65 ára og eldri, þeir Kristján Hilmarsson og Þórður Björnsson sem leiða hjörðina sem kemur á eftir, en seinasta holl fer út kl. 18:40.

Á myndinni fyrir ofan sjást Bergsveinn Þórarinsson dómari, Þórður, Kristján […]

Niðjamótið 2023 úrslit

Niðjamótið hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og í ár mættu 100 kylfingar til leiks, 50 lið skipuð GKG niðjum eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Spilað er eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem báðir liðsmenn slá af teig og skiptast svo á að koma boltanum í holu.

Mótið er lýsandi dæmi yfir það […]

Meistaramót GKG 2023 – nú fer hver að verða síðastur að skrá sig

Meistaramótið er framundan og verður haldið með pompi og prakt dagana 2. til 8. júlí. Skráning opnar í kvöld kl. 21 og lýkur fimmtudaginn 29. júní.

  • Skráning í Mfl., 1., 2. 3., 4., 5., 15-16 ára, 50+ og 65+ er hér
  • Skráning í 70+ á Mýrinni 3., […]

Feðgar léku fjóra hringi á Leirdalsvelli á 24 tímum!

Feðgarnir Baldur Bragason og Baldur Bragi léku fjóra hringi á Leirdalsvelli á 24 tímum, geri aðrir betur! Eiginkonan og yngri sonur léku með þeim fyrsta hringinn en svo bættust aðrir við á seinustu tveimur hringjunum.

En gefur Baldri orðið hvernig þetta kom til allt saman:

“Á Covid tímum fékk ég […]

Go to Top