Draumahringurinn gefur þáttakendum í Meistaramóti GKG tækifæri til aukaverðlauna.
Leikfyrirkomulag :
Lægsta skor á hverri spilaðri holu í Meistaramóti GKG er skráð í Draumahringinn, þannig myndast samanlagt besta skor á 18 holum.
T.d. ef leikmaður spilar 1. holuna á 6 höggum fyrsta daginn, 7 höggum annan daginn, 5 höggum þriðja daginn og 3 höggum fjórða daginn þá mun lægsta skorið (3 högg á fjórða degi) gilda í Draumahringnum.
Veitt eru verðlaun fyrir lægsta skor í hverjum flokki mótsins.
Þátttakendur geta skráð sig í Draumahringinn hjá starfsfólki Pro shop GKG áður en keppni í Meistaramóti hefst.
Þáttökugjald:
72 spilaðar holur í Meistaramóti GKG: 1.500,-
54 spilaðar holur í Meistaramóti GKG: 1.000,-
27 spilaðar holur í Meistaramóti GKG: 500.-
Allt Þáttökugjald rennur til Afrekssjóðs GKG