Það verður sannkallað októberfest þennan mánuð því við bjóðum kylfingum að nýta sér þennan mánuð til að kynna sér golfhermana okkar og læra hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Tveir fyrir einn tilboð á tímum í Trackman hermana okkar:

– Sem dæmi þá kaupir þú 30 mínútur og færð 60 mínútur.
Nota þarf tímana í þessum mánuði, október.
Til sölu í golfverslun GKG
Sjá hér nánari upplýsingar um hermana, velli í boði og margt fleira.

Einnig bendum við á spennandi námskeið sem hefjast núna í þessum mánuði.

Kynningarnámskeið á Trackman golfhermum 

Komdu á kynningarnámskeið í hermunum og lærðu að nýta þér tæknina til að æfa þig á markvissan og skemmtilegan hátt.

Mið 10. okt kl. 18:30 – 19:30; 19:40 – 20:40

Þri 16. okt kl. 18:30 – 19:30; 20 – 21. Einnig hádegistími kl. 12 – 13

Þri 23. okt kl. 12 – 13

Mið 24. okt kl. 18:30 – 19:30; 19:40 – 20:40

Staðsetning: Íþróttamiðstöð GKG
Verð kr. 2.000, hámark 8 manns í hverjum hópi.
Kennari Gunnlaugur Elsuson

Farið verður í:

Trackman Performance Studio (TPS) – Hvert högg er mælt og lykiltölur eru birtar. Hægt er að velja með hvaða hætti hugbúnaðurinn birtir upplýsingarnar og þá bæði með grafískum hætti sem og tölfræðilegum. Hægt er að geyma allar upplýsingarnar undir eigin notendanafni.
Trackman Indoor golf: Veljum innáhögg á fallegri par 3 braut og æfum okkur þar.
Trackman Indoor golf: Æfum teighögg á glæsilegri braut á frægum velli.

Takið golfsettið með því þið prófið þau atriði sem verða kynnt.

Skráning fer fram með því að senda eftirfarandi upplýsingar á ulfar@gkg.is

Nafn:
Kt.
Netfang:
Farsími: 

Jóganámskeið hjá Birgittu- átta skipti

Jóganámskeiðin okkar voru mjög vinsæl s.l. vetur enda tilvalin leið til að liðka og styrkja líkamann. Líkamleg og andleg bæting á þessu sviði lengir höggin og gerir leikinn skemmtilegri. Í vetur verða námskeiðin einu sinni í viku. Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem stunda golf, byrjendum sem lengra komnum og báðum kynjum.

Námskeið 22.10 – 10.12 – 8 vikur/8 skipti (einu sinni í viku á mánudögum)

Kl. 17:30-18:40 í Íþróttamiðstöð GKG – UPPSELT
Kl. 19:00-20:10 í Íþróttamiðstöð GKG

Kennari: Birgitta Guðmundsdóttir
Verð kr. 12.000
Hámarksfjöldi er 20 í hvorum hópi.