Opnunarmót GKG var með efriminnilegum hætti og stemningin mögnuð en 150 GKG-ingar tóku þátt og komust færri að en vildu. Það var svo mögnuð stund um kvöldið þegar verðlaunaafhendingin fór fram en það voru yfir 150 aðilar sem mættu í hana í nýjum húsakynnum og gæddu sér á Mulligan borgaranum. Hljómsveitin Hrafnarnir settu svo punktinn yfir i-ið á þessum glæsilega degi.

Það má með sanni segja að fermingakrakkarnir hafi stolið senunni í mótinu. Hún Hulda Clara Gestsdóttir malaði punktakeppnina en hún spilaði á 47 punktum og skorið var glæsilegt en þessi 14 ára stelpa spilaði á þremur höggum yfir pari. Í öðru sæti var Pétur Már Finnsson á 42 punktum og á sama punktafjölda í þriðja sæti var hann Rúnar Freyr Ágústsson. Hann Sigurður Arnar Garðarsson var hinn fermingarkrakkinn sem náði glæsilegum árangri. Hann spilaði völlinn af gulum teigum á einum yfir pari og gerði sér lítið fyrir og hirti tvö nándarverðlaun. Hann setti hann 90 cm frá á 11. holu og var nálægt því að fara holu í höggi á fjórðu en boltinn endaði 29 cm frá holunni.

Aðrir sem fengu nándarverðlaun eru:

17. hola, Gumundur Kjartansson 102 cm

13. hola, Árni Zophaniasson 162 cm

9. hola, Páll R 160 cm

2. hola Logi T. 283 cm