Íslandsmóti unglinga í holukeppni lauk um helgina en mótið fór fram í Grindavík. Keppt var í flokkum 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri, pilta og stúlkna.
GKG eignaðist tvo nýja Íslandsmeistara, en Egill Ragnar Gunnarsson sigraði í flokki 19-21 árs pilta og Flosi Valgeir Jakobsson í flokki 14 ára og yngri. Til hamingju strákar!!
Hér fyrir neðan má sjá úrslit í öllum flokkum mótsins:
19-21 árs piltar:
1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM
3. Axel Fannar Elvarsson, GL
4. Birgir Björn Magnússon, GK.
Egill Ragnar hafði betur gegn Birni Óskari Guðjónssyni í úrslitaleiknum í strákaflokki. Leiknum lauk á 16. holu þar sem Egill vann 3/2.
19-21 árs stúlkur:
1. Helga Kristín Einarsdóttir. GK
2. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS
Í stúlknaflokki vann Helga Kristín Einarsdóttir Laufey Jónu Jónsdóttur í úrslitaleiknum. Helga Kristín hafði betur á 14. holu, 5/4.
17-18 ára stúlkur:
1. Amanda G. Bjarnadóttir, GHD.
2. Zuzanna Korpak, GS
3. Heiðrún Hlynsdóttir, GOS
4. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG.
17-18 ára piltar:
1. Sigurður Már Þórhallsson, GR.
2. Ragnar Már Ríkharðsson, GM
3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD.
4. Ingvar Andri Magnússon, GR.
15-16 ára telpur:
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
3. Ásdís Valtýsdóttir, GR
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Í stúlknaflokki var það Akureyringurinn Andrea Ýr Ásmundsdóttir sem fór með sigur af hólmi. Hún hafði betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG í úrslitaleiknum, 1/0.
15-16 ára drengir:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2. Andri Már Guðmundsson, GM
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV
14 ára og yngri strákar:
1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG
2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
Flosi sigraði 6/5.
3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG
4. Böðvar Bragi Pálsson, GR.
Sveinn Andri sigraði 3/1.
14 ára og yngri stelpur:
1. Kinga Korpak, GS
2. Eva María Gestsdóttir, GKG
Kinga sigraði 1/0
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR.
Perla sigraði 5/4.
Hér má sjá úrslit allra leikja.
Myndir: seth@golf.is