Aron Snær Júlíusson, afrekskylfingur úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Arons á mótaröðinni og annar sigur Karenar í röð en hún er alls með tvo sigra á mótaröð þeirra bestu.

Aron lék hringina þrjá á 204 höggum eða -9 samtals (67-70-67). Hann var tveimur höggum betri en Haraldur Franklín Magnús úr GR sem lék á -7 eða á 206 höggum (66-68-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR varð þriðji á -6 (69-68-70).

Innilega til hamingju með sigurinn Aron Snær!

Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Haraldur Franklín Magnús, Aron Snær Júlíusson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Haukur Örn Birgsson forseti GSÍ, Haraldur Franklín Magnús, Aron Snær Júlíusson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Hjörtur Freyr Vigfússon markaðsstjóri Securitas.

Í kvennaflokki lék Karen á 224 höggum eða +11. Hún lék á pari á lokahringnum (77-76-71).  Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur á 225 höggum eða +12 (74-78-73). Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK varð þriðja á 226 höggum eða +13 (72-78-76).
Mótið var jafnframt lokamótið á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót.

Berglind Björnsdóttir, Karen Guðnadóttir og Gunnhildur Kristjánsdóttir.

Vikar Jónasson úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Þetta er í fyrsta sinn sem þau standa uppi sem stigameistara á mótaröð þeirra bestu. Vikar sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og voru það jafnfram hans fyrstu sigrar á Eimskipsmótaröðinni. Vikar fékk alls 4.820 stig en Kristján Þór Einarsson úr GM varð annar með 4.230 stig og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG varð þriðji með 4.065 stig.

Lokastaðan í karlaflokki. 

Lokastaðan í kvennaflokki: 

Berglind fékk alls 5.700 stig en hún hafði nokkra yfirburði og var 1.100 stigum betri en Karen Guðnadóttir úr GS. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, sem varð stigameistari í fyrra, varð þriðja með 4.000 stig.


2. dagur: 

Haraldur Franklín Magnús heldur áfram að leika gríðarlega vel á heimavelli sínum en GR-ingurinn er á -8 eftir 36 holur. Hann lék á 68 höggum í dag og 66 höggum á fyrsta hringnum en par vallar er 71 högg. Guðmundur Ágúst Kristjánsson félagi hans úr GR er ekki langt á eftir eða á -5 samtals (69-68). Aron Snær Júlíusson úr GKG er á sama skori og deilir öðru sætinu fyrir lokahringinn, (67-70).

Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK efst en hún er aðeins einu höggi á undan  Sögu Traustadóttur úr GR. Gunnhildur er á +8 í heildina og Saga, sem hefur titil að verja á þessu móti er á +9 samtals. GR-ingarnir Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir eru á +10 samtals í þriðja sæti.

Miðað við stöðuna eftir 2. keppnisdaginn á Securitasmótinu þá væri lokastaðan þessi. Vikar Jónasson úr GK væri stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017 í karlaflokki. Í kvennaflokki væri Berglind Björnsdóttir úr GR stigameistari.

1. dagur: 

Haraldur Franklín Magnús úr GR lék best allra í dag eða á fimm höggum undir pari Grafarholtsvallar. Hann er með eitt högg í forskot á Aron Snæ Júlíusson úr GKG. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR kemur þar næstur á -2. Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK efst á +1 og þar á eftir koma Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á +3 líkt og Saga Traustadóttir úr GR.


Skor keppenda er uppfært á þriggja holu fresti hér.

Staðan á stigalista Eimskipsmótaröðinni eftir 1. hringinn á Securitasmótinu.

Staðan í kvennaflokki:

Staðan í karlaflokki: 

Vikar Jónasson úr Keili stendur best að vígi fyrir Securitasmótið á stigalistanum í karlaflokki. Hann er efstur og í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR efst.
Vikar er með 4.000 stig í efsta sæti en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG er í öðru sæti með 3.600 stig.

Ragnhildur varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni fyrir ári síðan og Axel Bóasson úr Keili varð efstur í karlaflokki.

Stigalistann á Eimskipsmótaröðinni má nálgast hér. Á þessum lista er búið að endurraða á stigalistanum til þess að gera keppnina á lokamótinu enn meira spennandi.

Heimild: golf.is