Fegrunar- og snyrtiátak í apríl/maí 2013
Trjáræktarnefnd GKG vinnur að trjárækt á golfvöllunum og umhverfi þeirra í góðri og náinni samvinnu við vallarstjóra og vallarnefnd. Nefndin gerir árlega áætlanir um gróðursetningu og einnig tillögur til næstu þriggja ára og sendir vallarnefnd til afgreiðslu. Eftir þessum tillögum er svo unnið.
Á undanförnum árum hafa mörg hundruð tré og runnar af ýmsum tegundum og stærðum verið gróðursett og eru félagar hvattir til að ganga vel um þau svæði og færa bolta sína frá trjánum ef hætta er á að þau hindri eðlilega sveiflu.
Á þessu ári er áætlað að halda áfram þessu mikla starfi með gróðursetningu og snyrtingu á helstu trjáræktarsvæðum á vellinum.
Nú í vor er boðað til nokkurra sjálfboðaliðavinnudaga og eru allir félagar í GKG, karlar og konur, ungir sem aldnir, hvattir til þess að koma og leggja sitt af mörkum til þess að efla skógrækt á völlunum og vinna með því að fegrun svæðisins.
Verkefnin eru fjölmörg og við hæfi allra sem áhuga hafa.
Yngri félagar eru sérstaklega hvattir til þess að koma og vera með, enda munu þeir lengur njóta en aðrir!
Helstu verkefni sem nú eru á dagskrá eru klipping græðlinga og gróðursetning þeirra, bera áburð á lítil tré, gróðursetning trjáa og ýmiskonar tiltekt og snyrting.
Eftirtaldir dagar hafa verið ákveðnir sjálfboðaliðadagar nú í vor.
Þriðjudagurinn 7 maí kl 16 – 19
Þriðjudagurinn 14 maí kl 16- 19
Þriðjudagurinn 21 maí kl 16 – 19
Þriðjudagurinn 28 maí kl 16 – 19
Þeir sem ekki geta mætt kl 16 heldur eitthvað síðar eru að sjálfsögðu mjög velkomnir og eindregið hvattir til að mæta og koma til liðs við hina ýmsu hópa, sem þeir vonandi sjá að störfum víðs vegar á vellinum.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í eitt eða fleiri skipti.
Vellir GKG hafa tekið miklum framförum á hverju ári og eru nú orðnir bæði góðir og fallegir að flestra dómi. En það má gera betur og því skulum við taka höndum saman og gera golfvellina okkar enn fallegri með aukinni ræktun trjáa og vandaðri snyrtingu trjáræktarsvæðanna.
Trjáræktarnefndin.
Eðvald 8985876, Guðmundur 8971924, Gísli 5572871 ,Gunnlaugur 8665364, Ingólfur 8997933 ,Ólafur 8932440.