Þá er komið að því kæru félagsmenn en hjóna- og para keppni GKG verður haldin Laugardaginn 21. maí.
Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Um er að ræða innanfélagsmót en makar úr öðrum klúbbum eru þó velkomnir.
Þar sem mótið er hjóna og para keppni, þá þarf að skilgreina betur hvað er átt við hvenær fólk er par (ekki átt við par á velli).
Par þarf ekki endilega að vera kærustupar. Aðalatriðið er að parið séu góðir vinir, hafi skemmtun af því að spila golf saman …. og njóti þess að borða saman dásamlegan veislumat í boði Mulligan … og getur hugsanlega lent í glæsilegri utanlandsferð og leikhúsfer saman.
Verðið kr. 5.500,- innifalið í verðinu er eðalkvöldmatur frá Mulligan teyminu, forréttur og aðalréttur.
Verðlaunin eru glæsileg eða:
- Flug út í heim fyrir parið og gjafakort í Borgarleikhúsið fyrir tvo
- 20 þúsund króna kjafakort frá N1 og boðsmiði í Borgarleikhúsið fyrir tvo
- Glaðningur frá ölgerðinni og boðsmiði í Borgarleikhúsið fyrir tvo
Um kvöldið mætir til okkar leynigestur, dregið verður úr skorkortum og umfram allt … GKG stemmarinn alla leið!!!
Skráningin er á golf.is