Hlynur Bergsson, afrekskylfingur úr GKG tók þátt í Junior Orange Bowl mótinu sem er firnasterkt unglingamót haldið á Biltmore vellinum í Flórida núna milli jóla og nýárs. Einungis landsmeisturum og öðrum köppum sem sigrað hafa á sterkum mótum er boðin þátttaka.

Hlynur stóð sig gríðarlega vel og endaði í 18. sæti af 55 keppendum. Skorið hjá Hlyni var 73-70-70-76 eða +5, virkilega flottur árangur enda keppnisæfingin ekki í hámarki á þessum árstíma. Hlynur útskrifast úr menntaskóla eftir eitt og hálft ár og hyggur á háskólanám í Bandaríkjunum haustið 2018. Fjölmargir háskólaþjálfarar fylgdust vel með mótinu og Hlyni, sem sýndi mjög góða spilamennsku og háttvísi, enda handhafi Háttvísibikarsins 2016.

Karl Vilips frá Ástralíu sigraði á 12 höggum undir pari, og fær hann nafn sitt á bikarinn með stórstjörnum af PGA mótaröðinni, líkt og Andy North, Craig Stadler, Hal Sutton, Mark Calcavecchia, Bob Tway, Billy Mayfair, Willie Wood, and José María Olazábal, og ekki síst Tiger Woods sem sigraði 1991.

Hér er hægt að skoða úrslitin úr mótinu.

Í stúlknaflokki sigraði Somi Lee frá Suður Kóreu, en hún lék á 7 höggum undir pari. Sjá skor stúlkna hér.

hlynurbergs2